Vinnustaðaskírteini

KortaPrent sér að sjálfsögðu um að prenta út vinnustaðaskírteini eftir þínum þörfum.

Fyrir okkur er ekkert verk of smátt og ekkert of stórt.

Alþingi samþykkti í maí 2010 lög um vinnustaðaskírteini sem kveða á um notkun þeirra. Lögin má nálgast hér.

Lögin gilda fyrir þær atvinnugreinar sem skilgreindar eru í atvinnugreinaflokkuninni ÍSAT2008, en þar má meðal annars nefna rafmagns-, gas- og hitaveitur, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, rekstur gististaða og veitingarekstur, upplýsingar og fjarskipti, fasteignaviðskipti, heilbrigðis- og félagsþjónusta og menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi. Listann má sjá í heild sinni á vef Hagstofu Íslands

Þegar að þú sendir inn starfsmannalista er æskilegt að listinn sé settur upp í Excel á svipaðan hátt og myndin hér að neðan sýnir með þeim upplýsingum sem eiga að koma fram á skírteininu.

Svo þurfa meðfylgjandi myndir að heita kennitölu þess sem er á myndinni til að fyrirbyggja misskilning.