Þjónusta

KortaPrent sérhæfir sig í prentun á plastkortum. Ekkert verk er of lítið fyrir okkur og ekkert verk of stórt.

Dæmi um þau verk sem KortaPrent gerir:

… og svo bara hvað sem þér dettur í hug sem tengist plastkortum!

Kortin sem við prentum á eru til í tvemur þykktum, þessi hefðbundnu kreditkortakort (0,76) og svo mun þynnri kort sem við notum mest megnis í nafnspjöld. Eins erum við með kort með segulrönd (HICO og LOCO) sem við getum prentað á. Auk þess er hægt að fá nokkrar útfærslur á lituðum kortum. Þykku kortin koma í hvítu, svörtu, gylltu, silfur, brons auk nokkurra annarra lita.

Við bjóðum uppá uppsetningu á þínu korti ef þess er óskað auk þess sem við bjóðum uppá hönnun og uppsetningu á kortum.

Fáðu verð í þitt verk með því að senda inn tilboðsbeiðni eða senda okkur póst á kortaprent@kortaprent.is

Við erum einnig með úrval aukahluta fyrir kortin, hálsbönd, kortaslíður, hjól til að festa í buxur og ódýrar klemmur til að líma á kortin. Hægt er að sjá úrvalið með því að smella á viðeigandi flokk. Auk þess getum við sérpantað vörur ef þess gerist þörf.